<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Verð avalt sivinsælli 

já ég get nú ekki sagt að ég hafi haft eldheitan áhuga á því að blogga upp á síðkastið þar sem fingur mínir rata sjaldan í lyklaborð þessa dagana. En nú vill svo til að ég eyddi síðustu tveim frídögum uppi í Öskju að vinna að verkefninu mínu herlega.

En maður er nú með höfuðið á kafi í hvalaskoðunarbransanum og harla fátt annað sem kemst að. En frægðarsól mín sem hvalaunnandi og æstur leiðsögumaður fer rísandi. Blaðamenn rífast með kjafti og klóm til að taka við mig viðtal.

Fyrir stuttu birtist viðtal við mig í dönsku dagblaði um útiveru og lífstíl, hugsið ykkur. Jú til mín kom kona með greinina úrklippta og afhenti mér, hjartað mitt tók stolt-kipp. Jú fyrir ekki svo löngu birtist viðtal við mig í BBC, fyrir harla löngu var greint frá reynslu minni í Morgunblaðinu er ég stóð í nágvígi við langreyði eina í Faxaflóanum. Stuttu síðar komu til mín hebreskir blaðamenn og vildu ræða við mig um vinnuna mína og hvernig lífið og tilveran gengi fyrir sig á Íslandi. Í fullum skilningi um vinsældir mínar geri ég mér grein fyrir því að frægðinni fylgir athygli og skuli maður bjóða aðdáðendum sínum kost á að eiga við sig orð eigi stjörnubjarminn ekki að dofna.

Blaðamennirnir Ísraelsættuðu sýndu mér þann heiður að senda mér greinina sem um 200.000 manns munu víst lesa.....á hebresku náttúrulega, ætli ég fái hana Dorrit ekki bara til að þýða greinina fyrir mig. En þið sem eruð vel að ykkur í því forna máli þá hafið þið hér greinina...ps..takið eftir TAMPAX auglýsingunni beint við neðan mig!!


| Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

miðvikudagur, júní 14, 2006

Bræla jább jább og Czech Republic á næsta leiti 

Össs mikið er það sannað mál að veðrir skipast skjótt í lofti á eyjunni sem Reykjaneshryggurinn klýfur í tvennt, eyjan sem skilur að stórveldi Ameríku og Evrópu. Íslensku veðurguðirnir eru GREINILEGA ekki enn komnir upp úr skammdegisþunglyndinu, strákar mínir það er ekki seinna vænna en að þurka af sér slenið og senda á okkur Íslendingana smá sólskinsbros.

En annars var það bara notarlegt í skúrnum á höfninni meðan rigningin dundi við utan í dag enda vel kynt auk allra helstu nútíma þæginda, og nóg af plebbabröndurum sem eiga það til að byggjast upp yfir daginn jafnvel það mikið að okkar virðulegi skipstjóri dragist inn í galsann. Við erum svo svakalega flippuð þarna í Eldingunni!


En yfir í aðra og merkilegri sálma! Ég og Bennis erum búin að festa kaup á flugmiða til hinnar margrómuðu höfuðborgar Tékklands, Prag! En þar í borg ætlum við að vera í 8 daga í lok ágúst. Eigum bara eftir að finna okkur gistingu, hún verður svona af ódýrari gerðinni enda planið að lifa bóhemlífi. Hver veit nema eitthvert yfirmátafágað og útúr bóhemað nóbelsljóðið spretti upp í kollinum á meðan dvölinni stendur. Það mun allavegana ekki fara fram hjá neinum.

| Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

föstudagur, júní 09, 2006

Sumarið að kikka inn og Edda orðin löggiltur sjóari 

Ég veit ekki hvort vinnumanían mín í maí sé næg afsökun fyrir bloggleysi allan mánuðinn en hún verður bara að duga..........ekki seinna vænna að losa aftur um málbeinið inn á netmiðlana?..hótanir vegna bloggleysis farnar að dynja yfir mig enn á ný..........scary!! En þar sem Hildur er farin til Köben (verður þar næstu árin) og Brynja til Tenerife (í allt sumar) er enn meiri ástæða fyrir mig að halda mér blogggangandi eins lengi og úthaldið leyfir.

Það er ekki spurning að ýmislegt hefur drifið á daga mína í maí og núna í byrjun júní en það eru jú almennt ágætis mánuðir. Mikið stuð og gleði í vinnunni enda kröftugur samstarfshópur í ár og til aukins yndisauka bættist hún frk. Silvia Santana Briem í Eldingarhópinn nú í maí veiii!

Já semsé núna er leiðsögnin í hvalabransanum komin á fullt. Það er samt ekki nóg að vinna sem leiðsögumaður á hvalaskoðunarskipi því líka þarf að ávinna sér tilskilin réttindi svo maður sé nú löggiltur á sjó. Í dag kl.16:00 fékk ég þau réttindi í hendur mínar eftir 4 daga setu á skólabekk hjá Slysavarnarskóla Sjómanna......jú þið lásuð rétt ég Edda Elísabet Magnúsdóttir er orðin löggiltur sjómaður..."hart í bak".

Váááá hvað þetta var #&%$#*# gaman og við skulum segja heldur lærdómsríkt. Við erum að tala um reykköfun - sjóbjörgun - þyrlubjörgun - skyndihjálp o.þ.h. ofurhugaafþreyingu....piece of cake! Rjóminn í hnappagatinu voru glæsileg orð sem voru látin falla í Blaðinu í dag um mig og Ásdísi Eir "Eldingar -stöllur".........reyndar mest tacky texti sem ég hef séð í blaði lengi.......en hverjum er ekki sama! Ástæðan var nú bara sú að ljósmyndarinn frá Blaðinu var svo dolfallinn yfir fagmennsku okkar Ásdísar þegar við réttum við gúmmíbjörgunarbáti af einskærri fimi.....manninum skorti einfaldlega orðin.Annars var helgin sem leið heldur betur stórskemmtileg þar sem ég og Benni (ásamt fjölmörgu öðru áhugafólki um jaðaríþróttir) tættum upp á Snæfó í laaangþráð helgarfrí með snjósleða af gamlaskólanum í eftirdragi, balenoinn minn (a.k.a the green bastard) tætti lipurt með kerruna upp að jökulrótum, 4x4 bregst ekki! Snæfellsnesið er náttúruperla í paradís en myndir af fögrum toppi Snæfellsjökulsins og möörgu fleiru birtast hjá kjaftaskinum innan skamms.

Jæja frá nógu hef ég að segja en ekki vil ég að þið fáið leið á mér alveg strax svo ég ætla að spara málbeinið þar til á morgun, fréttin fylgir auðvitað með!

Og verið þið sæl eins og Siggi Stormur myndi orða það!!

| Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

mánudagur, maí 01, 2006

Gleðilegan Verkalýðsdag hæjhóogjibbíjeij 

nei nei ég tek þessum dagi ekkert svona hátíðlega í alvörunni vildi bara sýna smá lit þar sem þetta er svakalega mikilvægur dagur og allt....LÖNG HELGI! Tja svosem ekki fyrir mig og þá sem liggja í prófsvitanum en hey!! fyrir alla aðra!

Jæja nóg um predikun og lofsöngva, ég áleit sem svo að ég væri komin á hálann ís með að vanrækja mikilvægan frétta- og upplýsingavef kjaftasksins, en hér er ég mætt til að redda því fyrir horn......hver þekkir það ekki að redda málunum fyrir horn.

Ég hef nú að SJÁLFSÖGÐU afsökun þar sem ég er búin að vera að vinna svona soltið svona mikið. En fyrir vikið hef ég fengið að kynnast ótrúlega fjölbreyttum ælugerðum fólks frá öllum heimshornum......afar spennandi, og ekki nóg með það þá hef ég stúderað uppkastshljóð fólks og geta þau verið ótrúlega mismunandi. Sumir sjá nú sóma sinn í því að slurka hljóðlátt í klósettið og sturta niður eftir sig á meðan aðrir selja upp þar sem þeir standa og yfir sig alla en mest þykir mér gaman af þeim sem setja á svið smá "sceen" fyrir hina farþegana og öskra af lífs og sálar kontrabassakrafti í forlátu og vatnsheldu bréfpokana sem þeim er gefið ef hvítan lætur á sér bera.

Þetta nægir af fræðsluhorni Kjaftasksins í bili en nú ætla ég að horfa á heimildarmynd um Krummann á Íslandi, hiklaust áhugavert!

krunk krunk

| Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

sunnudagur, apríl 23, 2006

Páskaegg og vinnumanía 

Já þessi titill á blogginu er táknrænn fyrir síðustu daga í mínu lífi. Síðan 31 mars er ég sirka bara búin að vera að vinna burt séðir nokkrir bræludagagar, guði sé lof. Þess á milli hef ég vart látið undan að éta páskaegg en í ár fekk ég heil fjögur slík og eitt af þeim risastórt (Eldingarpáskaeggið). Ég sem hélt að maður væri orðin svo fullorðinn að páskaeggin hétu sögunni til.......nei nei ég þarf greinilega engar áhyggjur að hafa af því, fjölskyldan passar upp á að halda manni síungum.

.......en við benni erum búin að granda tveimur og tvö eftir, ætli við leggjum þeim ekki dágóða stund inni í ískáp, annars munum við líklegast líta út eins og páskaegg á næstu dögum.

| Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Hausaveiðar 

Já það er nóg af þessum persónuleikaprófum...........nennti að standa í þessu því ég á að vera að læra! En þetta er víst ég, úff svakaleg opinberun!

Take Free Advanced Global Personality Test
personality tests by similarminds.com

Svona kíkið á þetta veitir ekki af að láta eftir hausaveiðurunum!

| Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Vorboðar og rokkstjörnur 


Hafið þið spáð í því hvað/hver er ykkar persónulegi vorboði, prófið að hugsa þetta aðeins lengra en lóan og spóinn, þó það séu dásamleg fuglakyn! Ég skora á ykkur blogglesendur kjaftasksins að opna brjóstin ykkar og deila með öðrum á þessu bloggi ykkar persónulega vorboða....hvað kveikir á sumarhlýjunni í brjósti ykkar??

Í dag (skv. Benna, höfum ekki alveg verið sammála en ég ákvað að leyfa honum að vinna) eru heil 2 ár síðan við skötuhjúin (alltaf fundist þetta hálf undarleg orðasamsetning þar sem mér líður ekkert eins og skötu en orðasamsetningin táknar manneskjur sem oftast eru í einhverjum kærleikum hvort við annað) fórum fyrst að stinga saman nefjum og því er 5 apríl á mínum bæ mikill vorboði. Í tilefni dagsins ætlum við Bernharð að gera okkur dagamun og skella okkur á humarsúpu eða fiskispjót hjá Sægreifanum, mikill snilldarstaður við gömlu Reykjavíkurhöfn...tökum síðan með okkur gott ástralskt rauðvín þar sem kallinn á Sægreifanum er ekki alveg búinn að granda vínveitingaleyfinu.

Hrafnreyðurin blessuð hefur skipað sér sess hjá mér sem góður vorboði en þegar hrefnan er komin til lands hefst sumarvertíðin, en auðvitað er þetta óskiljanlegt fyrir ykkur landkrabbana.. he..tss!¨

P.S hlakka rosalega til að sjá fólk gera sig að fífli við að þykjast vera svakalegt efni í rokkstjörnur, en leitin að næstu "Rockstar" mun hefjast á Gauknum á eftir kl.09:00 am.........æi common fólk þetta er bara alls ekki Rokk!!

| Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com

This page is powered by Blogger. Isn't yours?